Erlent

Togstreita milli ráðuneyta

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Í Kristjánsborgarhöll eru helstu valdastofnanirnar.
Í Kristjánsborgarhöll eru helstu valdastofnanirnar. NORDICPHOTOS/GETTY
Fyrrverandi ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu í Danmörku, Jesper Zwisler, segir emb­ættis­menn fjármálaráðuneytisins hafa gríðarleg pólitísk völd og skipta sér af smáatriðum í öðrum ráðuneytum.

Í viðtali við danska ríkisútvarpið segir Zwisler að þetta hafi meðal annars haft þær afleiðingar að embættismenn í félagsmálaráðuneytinu hafi ekki borið upp góðar hugmyndir við ráðherra sinn þar sem þeir hafi þóst vera vissir um að fjármálaráðuneytið myndi ekki samþykkja þær.

Fyrrverandi menningarmálaráðherra Danmerkur, Bertel Haarder, hefur einnig gagnrýnt fjármálaráðuneytið fyrir afskiptasemi. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×