Handbolti

Toft Hansen fer ekki í leikbann

Toft Hansen í leik með Kiel.
Toft Hansen í leik með Kiel. vísir/getty
Danski landsliðsmaðurinn Rene Toft Hansen var rekinn af velli á 9. mínútu í fyrri leik Kiel og Flensburg í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Umdeildur dómur og nú hefur EHF staðfest að Daninn fái ekki frekari refsingu. Hann er því löglegur í seinni leik liðanna.

Kiel vann fyrri leik liðanna í Flensburg, 21-30, og er því komið með annan fótinn í átta liða úrslitin.

Kiel verður þó án markvarðarins Andreas Palicka í leiknum og svo er spurning hvort Christian Sprenger verði klár eftir veikindi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×