Innlent

Tjaldvagn brann til kaldra kola

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ekkert er eftir af tjaldvagninum
Ekkert er eftir af tjaldvagninum Vísir
Tjaldvagn sem stóð á tjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar í Hrafnagili brann til kaldra kola nú fyrir skömmu.

Einn var í tjaldvagninum þegar bruninn kom upp og var hann fluttur lítillega brenndur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri nú skömmu fyrir hádegi.

Að sögn Jóhanns Olsens varðstjóra á Akureyri er málið nú til rannsóknar. Rannsóknin er skammt á veg komin og eru eldsupptök ókunn að svo stöddu. 

Eins og Vísir greindi frá í morgun gekk skemmtanahald annars mjög vel fyrir sig á Akureyri í nótt. 

Lögreglan þurfti að hafa lítil sem engin afskipti af gestum hátíðarinnar Einnar með öllu sem þar fer fram, þó svo að íbúafjöldi sé nú nánast tvöfalt meiri en alla jafna. 

Vísir/andri marinó
Vísir/andri marinó



Fleiri fréttir

Sjá meira


×