Lífið

Tjaldstæðakapphlaup gærdagsins séð með augum hlauparanna

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Eyjapeyjar og meyjar á harðahlaupum
Eyjapeyjar og meyjar á harðahlaupum mynd/skáskot
Það má með sanni segja að þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum hafi verið þjófstartað í gær þegar hið fornfræga tjaldstæðakapphlaup fór fram í Herjólfsdal.

Í hlaupinu börðust heimamenn um besta stæðið fyrir hvíta tjaldið sitt. Þar halda heimamenn svo til á meðan á hátíðarhöldum stendur og láta fara vel um sig. Kræsingar eru bornar fram, sumir gæða sér á lunda og gítarspil og söngur heyrist úr hverju tjaldi.

Sú venja hefur skapast að starfsmenn og sjálfboðaliðar Þjóðhátíðarinnar fái tveggja mínútna forskot á aðra í kapphlaupinu.

Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var úr kapphlaupinu í gær en það er kynningarstikla heimildarmyndar eftir Sighvat Jónsson og Skapta Örn Ólafsson um ríflega 140 ára sögu þjóðhátíðar Vestmannaeyja.

Um loftmyndir sá Tómas Einarsson, hlauparinn með myndavélin er Jarl Sigurgeirsson og um myndatöku og samsetningu sá Sighvatur Jónsson.

Þjóðhátíð 2015 - Tjaldstæðakapphlaup from SIGVA media on Vimeo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×