Erlent

Tívolíið í Danmörku rýmt vegna mögulegrar bílasprengju

Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar
Tívolíið í Danmörku
Tívolíið í Danmörku
Gestum tívolísins í Kaupmannahöfn brá í brún í gær þegar tækin í garðinum voru skyndilega stöðvuð og gestum skipað að yfirgefa skemmtigarðin hið snarasta.

Mannlaus bíll með erlendum númeraplötum sem stóð í Tietensgade sem er á bakvið aðalinngang tívolísins vakti grunsemdir þar sem einhverskonar óþekkt snúra sást stingast út úr bílnum.

Óttast var að um sprengju væri að ræða og var lögreglu gert viðvart.

Tívolíinu var lokað undir eins og svæði 400 metrar í kring var afgirt.

Fólk var beðið í rólegheitum að færa sig nær útgönguleiðum og gekk vel að rýma garðinn.

Lögreglan í Kaupmannahöfn er nú með málið í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×