Sport

Tíu þúsund manns á Landsmóti hestamanna

Sunna Karen Sigurþórsdóttir á Gaddstaðaflötum skrifar
Spókað sig í sólinni.
Spókað sig í sólinni. vísir/bjarni þór
Sólin lét loks sjá sig á Gaddstaðaflötum á Hellu þar sem Landsmót hestamanna fer nú fram. Það hefur eflaust hefur glatt margan manninn eftir hráslagalega, blauta viku. Um 15 stiga hiti er á Hellu, heiðskýrt og logn en þó er von á rigningu síðar í dag.

Veðurguðirnir hafa ekki verið hliðhollir gestum og knöpum í vikunni sem er að líða en fresta þurfti mótinu síðastliðinn miðvikudag vegna hættu sem skapaðist í kjölfar mikillar bleytu og hálku á völlunum.

Landsmótið er þó nokkuð vel sótt en um tíu þúsund manns voru á svæðinu í gærkvöld þegar mótið náði hápunkti.  Mótinu lýkur klukkan 15 í dag.


Tengdar fréttir

Landsmótið sett í blíðskaparveðri

Þrátt fyrir að veður hafi sett töluvert strik í reikninginn síðastliðna daga hafa landsmótsgestir ekki látið það mikið á sig fá og hefur það verið nokkuð vel sótt.

Heimsmet á Hellu

Heldur betur hefur ræst úr veðri á Gaddstaðaflötum á Hellu og sólin farin að skína á gesti landsmóts hestamanna.

Segir hugarfar hestamanna byggjast á afneitun

Tungubogar, sem sagðir eru stríða gegn dýravelferðarlögum, eru enn í notkun meðal hestamanna. Hestafræðingur sakar hestamenn um að neita að horfast í augu við staðreyndir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×