Fótbolti

Tíu þúsund Íslendingar mæta 30 þúsund Austurríkismönnum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vísir/Vilhelm
Það er eins gott að íslenskir stuðningsmenn brýni raustina vel á Stade de France í dag því þrátt fyrir að hlutfallslega margir hafi lagt leið sína frá Íslandi á vit EM-ævintýrisins í Frakklandi er hægt að segja það sama um Austurríkismenn. 

Um tíu þúsund Íslendingar verða á Stade de France þegar flautað verður til leiks klukkan 18 að staðartíma, klukkan 16 að íslenskum tíma. Austurríkismenn verða hins vegar þrisvar sinnum fleiri eða í kringum 30 þúsund. 76 þúsund miðar eru seldir og er nánast uppselt.

Sjá einnig:Þetta er barinn sem stuðningsmenn Íslands hittast á fyrir leik

Leikvangurinn tekur um 77 þúsund manns í sæti en á þessum sama leikvangi mættust Frakkar og Íslendingar í eftirminnilegum leik í undankeppni EM í október 1999 sem lauk með dramatískum 3-2 sigri Frakka.

Stuðningsmenn eru hvattir til að mæta snemma á völlinn í dag en öryggisgæsla verður gríðarleg.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook , Twitter og Snapchat (sport365).

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×