Innlent

Tíu sóttu um tvö embætti lögreglustjóra

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fimm sóttu um embætti lögreglustjóra í Vestmannaeyjum.
Fimm sóttu um embætti lögreglustjóra í Vestmannaeyjum. VÍSIR/PJETUR
Umsóknarfrestur um embætti tveggja lögreglustjóra, annars vegar á Vestfjörðum og hins vegar í Vestmannaeyjum, rann út 18. ágúst síðastliðinn. Fimm umsóknir bárust um hvort embætti.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Innanríkisráðuneytisins.

Um embætti lögreglustjóra á Vestfjörðum sóttu:

Birgir Jónasson, aðstoðarsaksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara.

Bryndís Ósk Jónsdóttir, saksóknarfulltrúi hjá lögreglustjóranum á Vestfjörðum.

Karl Ingi Vilbergsson, aðstoðarsaksóknari hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.

Ólafur Hallgrímsson, saksóknarfulltrúi hjá embætti sérstaks saksóknara.

Sigríður Eysteinsdóttir, deildarstjóri hjá embætti sýslumanns í Reykjavík.



Um embætti lögreglustjóra í Vestmannaeyjum sóttu:

Birgir Jónasson, aðstoðarsaksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara.

Gunnar Örn Jónsson, fulltrúi hjá embætti sýslumanns á Selfossi.

Helgi Már Ólafsson, lögmaður.

Karl Ingi Vilbergsson, aðstoðarsaksóknari hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.

Páley Borgþórsdóttir, héraðsdómslögmaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×