Körfubolti

Tíu sigrar í röð hjá Houston | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
James Harden og félögum gengur allt í haginn þessa dagana.
James Harden og félögum gengur allt í haginn þessa dagana. vísir/getty
James Harden skoraði 26 stig og gaf 17 stoðsendingar þegar Houston Rockets lagði New Orleans Pelicans að velli, 130-123, í NBA-deildinni í nótt. Þetta var tíundi sigur Houston í röð en liðið situr á toppi Vesturdeildarinnar.

Svissneski miðherjinn Clint Capela var stigahæstur í liði Houston með 28 stig. Hann hitti úr 13 af 14 skotum sínum. Eric Gordon skoraði 27 stig.

Jrue Holiday skoraði 37 stig fyrir New Orleans og E'Twaun Moore var með 36 stig.

Golden State Warriors vann sinn sjöunda leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Portland Trail Blazers á heimavelli, 111-104.

Kevin Durant skoraði 28 stig, tók níu fráköst, gaf fimm stoðsendingar og varði þrjú skot í liði Golden State sem var án Stephens Curry og Draymons Green í leiknum í nótt. Damian Lillard skoraði 39 stig fyrir Portland.

Boston Celtics tapaði óvænt fyrir Chicago Bulls, 108-85, á útivelli. Kyrie Irving lék ekki með Boston í nótt. Enginn leikmaður liðsins skoraði meira en 15 stig.

Nikola Mirotic var stigahæstur í liði Chicago með 24 stig. Góðvinur hans, Bobby Portis, skoraði 23 stig.

Úrslitin í nótt:

Houston 130-123 New Orleans

Golden State 111-104 Portland

Chicago 108-85 Boston

Memphis 82-107 Miami

Oklahoma 103-116 Charlotte

LA Clippers 96-91 Toronto

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×