Tíu milljónir íbúa Delí án vatns nćstu daga

 
Erlent
23:16 22. FEBRÚAR 2016
Heilar sextán milljónir manna búa í Delí og meirihluti ţeirra stólar á vatnsleiđsluna sem nú er skemmd.
Heilar sextán milljónir manna búa í Delí og meirihluti ţeirra stólar á vatnsleiđsluna sem nú er skemmd. VÍSIR/EPA

Rúmlega tíu milljónir manna í Delí, höfuðborg Indlands, eru án vatns eftir að mótmælendur þar í borg skemmdu leiðslu sem sér stórum hluta borgarinnar fyrir vatni. Öllum skólum borgarinnar hefur verið lokað vegna vatnsskortsins, sem talið er að muni standa yfir í þrjá til fjóra daga.

Mótmælendurnir eru úr röðum Jata, þjóðarbrots sem fer fram á aukin tækifæri til menntunar og starfa frá stjórnvöldum. Jatarnir búa flestir í norðurhluta Indlands og eru nokkuð ofarlega í stéttarkerfi landsins. Ákveðinn kvóti starfa og skólaplássa á Indlandi hefur frá árinu 1991 þurft að fara til lægri stétta en mótmælin nú eru tilkomin vegna þess að Jatar heimta að fá hlutdeild í þessum kvóta.

Að því er breska ríkisútvarpið greinir frá, hafa mótmælin staðið yfir í þrjá daga og kostað sextán manns lífið. Auk þess hafa hundruð manna særst.

Heilar sextán milljónir manna búa í Delí og meirihluti þeirra stólar á vatnsleiðsluna sem nú er skemmd. Íbúar höfðu margir hverjir gert ráðstafanir vegna hótana mótmælenda um að ráðast á leiðsluna og safnað vatni undanfarna daga. Það er þó ekki talið nægja íbúunum þar til hægt verður að koma vatni til þeirra á ný.

Mótmælendurnir hafa komið upp vegartálmum við borgina og segjast ekki ætla að taka þá niður fyrr en komið er til móts við kröfur þeirra.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Tíu milljónir íbúa Delí án vatns nćstu daga
Fara efst