Erlent

Tíu létust í kjölfar hótelbruna í Kína

Anton Egilsson skrifar
Slökkviliðsmenn ráða niðurlögum eldsins.
Slökkviliðsmenn ráða niðurlögum eldsins. Vísir/AFP
Tíu einstaklingar biðu bana í kjölfar þess að eldur braust út á hóteli í borginni Nanchang í austurhluta Kína í morgun. Fréttaveitan Reuters greinir frá þessu.

Talið er ljóst að upptök eldsins megi rekja til vinnutækis á hótelinu. Fjöldi fólks var innikróaður vegna eldsins, bæði hótelgestir og verkamenn sem þar voru við störf. Björgunaraðgerðum er nú að fullu lokið.

Auk hinna tíu látnu slasaðist einn hótelgestur eftir að hafa stokkið niður af annarri hæð hótelsins til að flýja eldinn.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×