Erlent

Tíu látnir eftir að orrustuþota brotlenti á Spáni

Bjarki Ármannsson skrifar
Þotan sem brotlent var af gerðinni F-16.
Þotan sem brotlent var af gerðinni F-16. Vísir/GVA
Tíu manns eru látnir eftir að grísk orrustuþota brotlenti í herstöð í Albacete á Spáni fyrr í kvöld. Talið er að fæstir hinna látnu séu spænskir en aðrir þrettán slösuðust þegar vélin, sem er af gerðinni F-16, flaug á aðrar vélar við flugtak og sprakk.

Fréttastofa BBC hefur það eftir spænskum miðlum að annar tveggja flugmanna þotunnar hafi gert mistök við flugtak. Báðir flugmennirnir létu lífið.

Í tilkynningu frá spænska varnarmálaráðuneytinu segir að verið sé að vinna að því að slökkva eldinn eftir sprenginguna og meta skemmdirnar á öðrum flugvélum. Slysið átti sér stað á flugæfingu á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO) en Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segist samhryggjast innilega ættingjum hinna látnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×