Erlent

Tíu látnir eftir að hafa verið skildir eftir í gámi í steikjandi hita

Samúel Karl Ólason skrifar
Bradley segist ekki hafa vitað af fólkinu í gámnum og því hafi verið komið fyrir þar þegar hann var ekki að fylgjast með.
Bradley segist ekki hafa vitað af fólkinu í gámnum og því hafi verið komið fyrir þar þegar hann var ekki að fylgjast með. Vísir/EPA
Ökumaður flutningabíls hefur verið ákærður fyrir að hafa skilið minnst 39 ólöglega innflytjendur eftir í gámi í steikjandi hita í Texas. Níu fundust látnir í gámnum og tveir létust á sjúkrahúsi. Hinn 60 ára gamli James Mathew Bradley á yfir höfði sér dauðarefsingu, verði hann fundinn sekur.

Bradley segist ekki hafa vitað af fólkinu í gámnum og því hafi verið komið fyrir þar þegar hann var ekki að fylgjast með.

Fólkið var í gámnum án aðgangs að vatni og loftkælingu. Hitastigið í San Antonio, þar sem gámurinn fannst, náði allt að 38 stiga hita þann dag. Yfirvöld telja að allt að hundrað manns hafi verið í gámnum á einhverjum tímapunkti og mörgum hafi tekist að flýja í nærliggjandi skóg, samkvæmt frétt BBC.



Fyrr í mánuðinum fundust 72 innflytjendur í gámi í suðurhluta Texas. Þá var einnig annað atvik í mánuðinum þar sem 33 fundust í gámi, einnig í San Antonio.

Einn þeirra sem sat fastur í gámnum sagði rannsakendum að fólk hefði skipst á við að anda í gegnum lítið gat á gámnum. Aðrir hefðu barið á veggi gámsins til þess að ná til bílstjórans.

Bradley sagðist hafa heyrt í fólkinu þegar hann stöðvaði til þess að fara á klósettið. Hann sagðist hafa opnað hurðina og brugðið þegar hópur fólks hljóp hann niður. Hann hringdi þó ekki á neyðarlínuna, þrátt fyrir að fólk hafi verið dáið í gámnum.



Þá segir hann að flutningabíllinn sem hann hafi ekið, hafi verið seldur nýverið og hans verkefni hafi verið að flytja hann til kaupandans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×