Viðskipti erlent

Tíu ára gamalt loforð kostar stofnanda GoPro 30 milljarða

Atli Ísleifsson skrifar
Nick Woodman stendur við loforð sín.
Nick Woodman stendur við loforð sín. Vísir/AFP
Nick Woodman, stofnandi og forstjóri GoPro, hefur gefið fyrrum herbergisfélaga sínum 229 milljónir Bandaríkjadala, eða 30 milljarða króna, vegna loforðs sem hann gaf honum fyrir tíu árum síðan.

Neil Dana og Woodman deildu herbergi þegar þeir stunduðu nám við Kaliforníu-háskóla í San Diego og varð Dana fyrsti launaði starfsmaður myndavélaframleiðandans.

Í frétt Business Insider segir að þegar GoPro hafi enn verið í þróun hafi Woodman heitið Dana því að hann skyldi gefa honum 10 prósent af þeirri fjárhæð sem hann fengi fyrir sölu á hlutabréfum í félaginu. Woodman hefur nú staðið við það loforð.

Woodman, sem var hæst launaði forstjórinn í Bandaríkjunum á síðasta ári, stofnaði GoPro árið 2004. Fyrirtækið framleiddi til að byrja með úlnliðsólar fyrir myndavélar en fór síðar út í að þróa eigin myndavélar.

Dana gegnir nú stöðu framkvæmdastjórastöðu innan fyrirtækisins.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×