Erlent

Tíu ár frá hryðjuverkárásum í London

Samúel Karl Ólason skrifar
Árásir voru gerðar á þrjár lestar og einn strætó.
Árásir voru gerðar á þrjár lestar og einn strætó. Vísir/AFP
Fyrir tíu árum sprengdu fjórir menn sig í loft upp í þremur neðanjarðarlestum og einum strætó í London. 52 létu lífið og voru árásarmennirnir tengdir hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda. Haldin var mínútu þögn víða í Bretlandi í morgun til minningar um þá sem létu lífið.

Rúmlega 700 manns særðustu í árásunum.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Boris Johnson, borgarstjóri London, lögðu kransa við minnisvarða þeirra sem fórust í Hyde Park nú í morgun. Cameron sagði þennan dag vera einn af þeim þar sem allir muna hvar þeir voru þegar þeir heyrðu fregnirnar.

Samantekt á umfjöllun BBC Hvernig Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra, heyrði af árásinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×