Enski boltinn

Titill Leicester kostaði veðbanka 1,4 milljarða

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þessi miði skilar tæpum tveimur milljónum í vasann.
Þessi miði skilar tæpum tveimur milljónum í vasann. Vísir/Getty
Þrír stærstu veðbankarnir í Englandi töpuðu samtals 7,7 milljónum punda, jafnvirði tæpra 1,4 milljarða króna, er Leicester varð enskur meistari í gærkvöldi.

Í allan vetur hafa reglulega borist fregnir af einstaklingum sem veðjuðu á Leicester í upphafi leiktíðar þegar líkurnar á því að liðið yrði meistari voru fimm þúsund á móti einum.

ESPN bendir á að það þótti fimm sinnum líklegra að Bandaríkin yrði Ólympíumeistari í íshokkí árið 1980 og 119 sinnum líklegra að Buster Douglas myndi vinna Mike Tyson í frægum hnefaleikabardaga þeirra árið 1991.

Ladbrokes fékk stærsta skellinn af veðbönkunum og tapaði tæpum 800 milljónum króna. Alls tók bankinn 47 veðmálum um Leicester áður en sigurlíkur liðsins voru minnkaðar í 1500 á móti einum.

Fyrirtækinu tókst þó að semja um 24 af veðmálunum 47 áður en úrslit mótsins lágu fyrir. Með því sparaði Ladbrokes sér umtalsverðar upphæðir.

Ekki allir létu þó freistast, þeirra á meðal Karishma Kapoor sem setti rúmar 350 krónur undir og fær um 1,8 milljón króna til baka.


Tengdar fréttir

Tottenham fór á taugum og Leicester er Englandsmeistari

Öskubuskuævintýri Leicester City var fullkomnað í kvöld er liðið varð Englandsmeistari. Tottenham gerði þá jafntefli gegn Chelsea og það þýðir að liðið getur ekki lengur náð Leicester.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×