Fótbolti

Tite tekur við brasilíska landsliðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tite er hér eftir leik með Corinthians.
Tite er hér eftir leik með Corinthians. vísir/getty
Brasilía er búið að finna arftaka Carlos Dunga með knattspyrnulandslið þjóðarinnar.

Eins og fastlega var búist við er búið að ráða hinn 55 ára gamla Tite sem landsliðsþjálfara. Hann mun taka við liðinu eftir Ólympíuleikana í sumar en U-20 ára þjálfari Brasilíu, Micale, mun stýra liðinu þar.

Tite var síðast að þjálfa Corinthians í heimalandinu með góðum árangri. Brasilíska knattspyrnusambandið var ekkert að fara í gegnum félagið er það réð Tite stjórn Corinthians til lítillar gleði.

Tite hefur þjálfað 13 félög á ferlinum og þar á meðal Gremio, Atletico Mineiro og Palmeiras. Svo þjálfaði hann líka í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×