Lífið

Titanic-lagið spilað yfir skelfilega aukaspyrnu Harry Kane

Atli Ísleifsson skrifar
Jack, Rose og Harry.
Jack, Rose og Harry.
Enski landsliðsmaðurinn Harry Kane átti ekki sinn besta leik þegar Íslendingar sendu Englendinga heim frá EM með 2-1 sigri í Nice í gærkvöldi.

Kane var látinn taka nokkrar aukaspyrnur í leiknum og skiluðu þær litlu sem engu. Ein spyrnan var þó líklegast verri en aðrar og er nú búið að búa til myndband sem sýnir spyrnuna með frekar fölsku undirspili af My Heart Will Go On með Celine Dion, Titanic-laginu svokallaða.

Sjá má myndbandið að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×