Lífið

Tískukóngur í tískuslysi

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Hér má sjá Tom Ford í "denim on denim" í lok sýningar sinnar í gær.
Hér má sjá Tom Ford í "denim on denim" í lok sýningar sinnar í gær. Vísir/Getty
Fatahönnuðurinn og smekkmaðurinn Tom Ford kom svo sannarlega á óvart í lok sýningar sinnar á tískuvikunni í London í gær.

Hann, sem vanalega lætur ekki sjá sig í öðru en svörtum smóking, hvítri pressaðri skyrtu og með bindi, kom fram í gallabuxum og gallaskyrtu í stíl.

Sú samsetning gengur yfirleitt undir nafninu "denim on denim" og í gegnum árin talið eitt mesta tískuslys fyrr og síðar. Undanfarið hefur þetta trend þó notið mikilla vinsælda og hafa helstu tískusérfræðingar sést í þessari samsetningu. 

Mætti þá draga þá ályktun að ef Tom Ford er búinn að samþykkja þetta, þá sé þetta í lagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×