Innlent

Tískan í denn og í dag

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Matthildur Ásta og Katrín íklæddar fatnaði af Iðnaðarsafninu á Akureyri framan við nýja Laufskálann í Lystigarðinum.
Matthildur Ásta og Katrín íklæddar fatnaði af Iðnaðarsafninu á Akureyri framan við nýja Laufskálann í Lystigarðinum. Vísir/Auðunn
Akureyrarvakan stendur sem hæst. Hún var sett í gær í hinum rómantíska Lystigarði sem var í sínum fegursta skrúða og ljósum skreyttur. Meðal atriða á dagskránni í dag eru tískuvökur í Hofi.

Hún hófst í gær með dagskránni Rökkurró í Lystigarðinum sem er einstaklega fallegur í ár, eftir gott sumar. Við það tækifæri var vígður þar nýr Laufskáli með sviði sem kom að góðum notum í gærkveldi þegar Cuba Libre lék þar salsasveiflu.

„Árið 1912 var það efst á óskalista Lystigarðsfélagsins að fá lystihús í garðinn og nú hundrað og tveimur árum seinna er það orðið að veruleika,“ segir Matthildur Ásta Hauksdóttir, forstöðumaður Lystigarðsins hlæjandi.

Katrín Káradóttir stendur fyrir tískuvökum í Menningarhúsinu Hofi síðdegis í dag. Fyrst undir heitinu Tískan í denn klukkan 16 og svo Tískan í dag klukkan 17. Fyrri sýningin er í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri og Iðnaðarsafnið og fleiri taka þátt, auk þess sem gestir eru hvattir til að mæta í fatnaði fyrri tíma.

„Dansfélagið Vefarinn á marga fallega búninga og frá einni ætt hér fyrir norðan kemur hátíðabúningur og upphlutur. Einnig verður Minjasafnið með tvo skautbúninga sem verða skrautfjöður í fyrri sýningunni.

Á seinni sýningunni verða fjölbreytt sýnishorn af tísku dagsins í dag, að sögn Katrínar sem rekur verslunina Kistu í Menningarhúsinu Hofi og leggur þar áherslu á íslenska hönnun.

„Þetta er fatnaður frá Kronkron, Andreu, Utanum, Vík Prjónsdóttur og Varma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×