Enski boltinn

Tiote vill fara frá Newcastle

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tiote komst í fréttirnir í vikunni vegna ástarmála sinna.
Tiote komst í fréttirnir í vikunni vegna ástarmála sinna. Vísir/Getty
Miðjumaðurinn Cheik Tiote vill yfirgefa herbúðir Newcastle og segir að Arsenal hafi spurst fyrir um hann.

„Ég vil fara,“ sagði Tiote í samtali við fjölmiðla í heimalandinu (Fílabeinsströndinni).

„Ég er búinn að vera hjá Newcastle í fjögur ár. Ég er kominn á þann stað að ég gæti þurft nýja áskorun. Ég mun þó einbeita mér að næstu leikjum og sjá hvað gerist á næstu mánuðum. Arsenal hafði samband líkt og félag í Rússlandi. Ég myndi helst vilja spila á Englandi,“ bætti Tiote við.

Tiote kom til Newcastle frá Twente í Hollandi fyrir tímabilið 2010-2011. Svo ánægðir voru forráðamenn félagsins með frammistöðu miðjumannsins að þeir buðu honum sex og hálfs árs samning í febrúar 2011. Tiote á þrjú ár eftir af þeim samning. Hann hefur leikið 110 deildarleiki fyrir Newcastle.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×