Jól

Tinni var bestur

Elín Albertsdóttir skrifar
Það eru nokkrar jólabækur sem d. Gunni vill í jólapakkann.
Það eru nokkrar jólabækur sem d. Gunni vill í jólapakkann. MYND/GVA

Dr. Gunni sem er bæði tónlistarmaður og poppsérfræðingur segist ekki vera mikið jólabarn. „Ég læt það nú alveg vera, en konan mín er mikið jólabarn og ég smitast af því. Mér finnst reyndar þessi tími alveg frábær, nema kannski músíkin sem fylgir þessu.“

Lestu margar bækur um jólin?

„Já, ætli ég renni ekki í eina eða tvær. Það eru reyndar stutt jól núna fyrir vinnandi fólk svo kannski verður þetta bara ein bók í ár.“

Hver er skemmtilegasta jólabók sem þú hefur lesið og af hverju?

„Ég man nú ekki eftir neinni „jólabók“, það er bók um jólin, en þegar ég var ungur fékk ég alltaf nýjustu Tinna-bækurnar. Þær eru bestar.“

Hvaða bók langar þig að fá í jólagjöf um þessi jól?

„Ég er spenntur fyrir nýju smásagnasafni Steinars Braga, en einnig fyrir æviþáttum Bjartmars og nýju Stefáns Mána-sögunni. Ég er líka spenntur fyrir nýju Einars Kárasonar-bókinni, sem mér skilst að sé eins konar framhald af „Stormur“ sem var alveg frábær saga.“








×