Lífið

Tinder opnar á hópakynni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikil breyting á Tinder.
Mikil breyting á Tinder.
Forsvarsmenn stefnumótaappsins Tinder hafa kynnt til sögunnar nýjan möguleika í smáforritinu en þar geta hópar mælt sér mót og tekið hópstefnumót.

Hingað til hefur forritið stílað inn á að einstaklingar finni sér stefnumót og hittist. Þetta staðfestir Sean Rad, yfirmaður Tinder, í samtal við BBC. „Þetta eru fyrstu skrefin í því að gera Tinder að dreifðari samfélagsmiðli.“

Hann segir einnig að ekki sé verið að stíla inn á að fólk komi sér saman til að stunda hópkynlíf.

„Þetta gerir okkar notendum kleift að mynda sambönd sem ekki eru aðeins ætluð í rómantískum tilgangi.“

Hann segir að stjórnendur Tinder líti ekki aðeins á forritið sem stefnumótaforrit. Þar geti fólk til að mynda stofnað hópsamtöl og spjallað saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×