Sport

Tímabilið líklega búið hjá Watt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Watt er eðlilega súr með stöðu mála.
Watt er eðlilega súr með stöðu mála. vísir/getty
Besti varnarmaður NFL-deildarinnar, J.J. Watt hjá Houston, er væntanlega búinn að spila sínn síðasta leik í vetur.

Hann er meiddur í baki á nýjan leik. Watt fór í bakaðgerð í júlí og missti af undurbúningstímabilinu.

Watt meiddist í leiknum gegn Patriots sem gæti skýrt skelfilegan varnarleik Houston í þeim leik.

Watt hefur þrisvar sinnum verið valinn besti varnarmaður deildarinnar og fyrir þetta tímabil hafði hann ekki misst af leik á fyrstu fimm árum sínum í deildinni.

Þó svo hann sé aðeins 27 ára gamall spyrja menn sig eðlilega að því nú hvort hann muni nokkurn tímann ná sama styrk aftur.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×