Innlent

Tilraunastarfsemi pars í sumarbústað í Borgarbyggð fór úr böndunum

Birgir Olgeirsson skrifar
vísir/Getty
Lögreglan á Vesturlandi greinir frá heldur einkennilegu máli á Facebook-síðu sinni. Þar er sagt frá ungu pari sem er sagt hafa ætlað að krydda upp á tilveru sína í sumarbústað í Borgarbygð um síðastliðna helgi með því að útbúa kannabis-ís eftir uppskrift af internetinu.

Parið brást ekki vel við þessu heimatilbúna ísað sögn lögreglu. Er kærastinn sagður hafa farið fljótlega úr öll fötunum og hlaupið nakinn um utandyra. Segir lögreglan hann hafa verið með miklar ofskynjanir og með óráði. Er kærastan sögð hafa óttast um geðheilsu þeirra beggja og hringt eftir lögreglu- og læknisaðstoð.

Lögreglan segist hafa lagt hald á það sem eftir var af þessum heimatilbúna ís og sent hann til frekari rannsóknar. Lögreglan segir vettvangsrannsókn hafa leitt í ljós að ísinn hafi ekki verið góður né hollur til neyslu.

Var parinu komið til síns heima og undir eftirlit eftir læknisaðstoð því ekki þótti ráðlegt að þau væru lengur ein í sumarbústaðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×