Innlent

Tillögu um afnám þóknunar vísað til borgarráðs

Sylvía Hall skrifar
Sanna Magdalena Mörtudóttir.
Sanna Magdalena Mörtudóttir. Vísir
Tillaga Sönnu Magdalenu Mörtudóttur um afnám þóknunar fyrir nefndarsetu verður vísað til borgarráðs. Þetta var samþykkt um níuleytið í kvöld eftir atkvæðagreiðslu, en tólf greiddu atkvæði með því að tillögunni yrði vísað til ráðsins til frekari umræðu.

Sanna, sem er eini borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, lagði tillöguna fram á fundi í kvöld en hún hefur vakið mikla umræðu síðastliðna daga. Í tillögunni segir að borgarfulltrúar fái í raun tvöföld laun með því að fá þóknun fyrir fundarsetu og undirbúning á vinnutíma. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Sanna að borgarfulltrúar með 700 þúsund í grunnlaun þyrftu ekki álagsgreiðslur.

Hún sagði jafnframt grunnlaun borgarfulltrúa vera nógu há til að ná yfir undirbúning og yfirvinnu, en borgarfulltrúar mega ekki afþakka þóknanir af slíku tagi. Komi til þess að hún fái þóknun fyrir slíka vinnu muni hún láta greiðslurnar renna til góðs málefnis.

Dagur segir ekki hægt að líta á greiðslurnar líkt og tímakaup

Í umræðum um tillöguna sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sagði núverandi launakerfi vera í grunninn gott og það hafi verið reynt að einfalda á síðustu árum. Hann segir þó kerfið ekki vera ritað í stein og því sjálfsagt að ræða það.

Hann sagði þó umræðuna hafa gefið í skyn að greiðslur til borgarfulltrúa séu óhóf og hann sé ósammála því.  Einnig bætti hann því við að vinnan sem fylgi því að sitja í stjórnum sé mikil og mínútur sem fari í fundarsetu séu aðeins brotabrot af þeirri vinnu sem fari fram.


Tengdar fréttir

Vill banna laun fyrir fundarsetu

Sanna Magdalena, borgarfulltrúi sósíalista, ætlar að leggja fram tillögu um að banna stjórnendum borgarinnar að þiggja laun fyrir fundarsetu.

Hafnar sjálf aukagreiðslum sem borgarfulltrúi

Sanna Magdalena leggur til að borgarfulltrúar og starfsmenn borgarinnar fái ekki þóknun fyrir fundi í vinnutíma en álagsgreiðslur geta verið nokkur hundruð þúsund í hverjum mánuði. Hún segir laun stjórnenda borgarinnar nógu há til að dekka undirbúning og yfirvinnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×