Innlent

Tillaga Ómars bíður enn afgreiðslu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ómar Stefánsson, oddviti framsóknarmanna í Kópavogi.
Ómar Stefánsson, oddviti framsóknarmanna í Kópavogi. vísir/daníel
Tillögu Ómars Stefánssonar, um hækkun á starfshlutfalli bæjarfulltrúa sem átti vera til afgreiðslu á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi í kvöld, var vísað aftur til forsætisnefndar Kópavogs.

Ómar, sem er bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi, lagði fram tillögu um að starfshlutfall bæjarfulltrúa yrði hækkað úr 27 prósentum í 100 prósent í mars.

Fyrri tillaga Ómars, sem ekki var lögð fram í bæjarráði, hljóðaði upp á að hlutfallið yrði 100 prósent af þingfararkaupi sem hefði þýtt hækkun launa úr 170 þúsund krónum á mánuði í 630 þúsund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×