Erlent

Tilkynntum hatursglæpum fjölgað um helming eftir Brexit

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Tilkynntum hatursglæpum hefur fjölgað undanfarna daga.
Tilkynntum hatursglæpum hefur fjölgað undanfarna daga. vísir/getty
Tilkynningum um hatursglæpi í London, höfuðborg Bretlands, hefur fjöldað um helming eftir að úrslitin í Brexit-kosningunni urðu ljós. Frá þessu er sagt á vef Sky News.

Í tölum frá Scotland Yard kemur fram að tilkynntir hatursglæpir síðustu daga séu að meðaltali 67 á dag. Fyrir kosninguna var meðaltalið 44 tilkynninga. Dagana 24. júní til 2. júlí voru alls 599 slíkir glæpir tilkynntir.

„Við skoðum hvert tilfelli vandlega og skráum þau til að við getum séð hvað er að eiga sér stað víðsvegar um London,“ segir Mark Christy upplýsingafulltrúi lögreglu Lundúna. Hann segir að lögreglumenn hafi fundið það að fólk hafi áhyggjur af auknu óumburðarlyndi gagnvart ákveðnum hópum.

„Stærstur hluti tilvikanna snýr að meiðandi og móðgandi hrópum og köllum. Ég vil ítreka það að fólk, bæði fórnarlömb og vitni, láti lögreglu vita af slíkum brotum eins fljótt og unnt er.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×