Erlent

Átakanleg stund eftir að sýrlenskri stúlku var bjargað

Atli Ísleifsson skrifar
Myndbandið sýnir greinilega þær hörmungar og þann veruleika sem Sýrlendingar búa við.
Myndbandið sýnir greinilega þær hörmungar og þann veruleika sem Sýrlendingar búa við.
Myndband þar sem sést til hjálparstarfsmanns þar sem hann heldur á ungri stúlku sem hafði verið grafin í rústum húss í sýrlensku borginni Idlib hefur vakið mikla athygli eftir að það var birt í gær.

Myndbandið sýnir greinilega þær hörmungar og þann veruleika sem Sýrlendingar búa við. Sjá má hvernig hjálparstarfsmaðurinn brestur í grát og er í miklu uppnámi þar sem hann heldur á stúlkubarninu og ávarpar guð.

Stúlkunni var bjargað úr rústum fjögurra hæða húss í Idlib sem varð fyrir árás í gær, en hún hafði þá verið grafin í rústunum í tvo tíma.

Sjá má myndbandið að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×