Innlent

Tilfinninga-Tómas tekur kjúklingaskort á KFC afar nærri sér

Birgir Olgeirsson skrifar
Tómas Geir Howser Harðarson, betur þekktur sem Tilfinninga-Tómas, er einn af nafntoguðum aðdáendum KFC sem taka kjúklingaskortinn nærri sér.
Tómas Geir Howser Harðarson, betur þekktur sem Tilfinninga-Tómas, er einn af nafntoguðum aðdáendum KFC sem taka kjúklingaskortinn nærri sér. Vísir
Það stefnir í skort á ferskum kjúklingi á landinu vegna verkfalls félagsmann BHM í Dýralækningafélagi Íslands sem veitir ekki á gott fyrir kjúklingastaði landsins. Þeirra á meðal má nefna KFC, Suðurver, BK Kjúkling og Hanann en Kristín Helgadóttir framkvæmdastjóri KFC sagði í samtali við vef Morgunblaðsins fyrr í dag að hún geti sagt með vissu að opið verður á staðnum fram á sunnudag en kjúklingarnir klárist á staðnum ef ekkert breytist.

Þessar fregnir hafa farið illa í marga KFC-aðdáendurna og skrifaði Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, til að mynda á samfélagsmiðilinn Twitter fyrr í dag að hann sé tilbúinn að ganga ansi langt til að tryggja fæðuöryggi á KFC.

Annar annálaður KFC aðdáandi er Tómas Geir Howser Harðarson, betur þekktur sem Tilfinninga-Tómas eftir frammistöðu sína með liði Fjölbrautaskóla Garðabæjar í spurningakeppni framhaldskólanna Gettu betur fyrr í vetur.

„Mér finnst þetta mjög leiðinlegt,“ segir Tómas í samtali við Vísi um málið. „Það er mjög leiðinlegt að hafa ekki kostinn á að komast á KFC. Þetta er mjög þægilegur skyndibitastaður. Ég hugsa að ég lifi þetta af en þetta er mjög leiðinlegt. Ég tek þetta mjög nærri mér.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×