Lífið

Tilfinninga-Tómas kominn í hvaladrápið

Jakob Bjarnar skrifar
Feðgarnir Tómas Geir og Hörður. Nú stendur til að gera Tómas að manni og hætt við að viðurnefnið ágæta fari þar með fyrir lítið.
Feðgarnir Tómas Geir og Hörður. Nú stendur til að gera Tómas að manni og hætt við að viðurnefnið ágæta fari þar með fyrir lítið.
Hörður Magnússon íþróttafréttamaður greindi frá því í dag að sonur hans, Tómas Geir Howser, væri kominn með sumarstarf. „Tómas Geir er byrjaður á fullu í hvalstöðunni í Hvalfirði. Þar verða drengir að mönnum,“ skrifar Hörður og segist stoltur.

Tómas Geir vann sér það til frægðar að fara fyrir liði sínu úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í Gettu betur – spurningakeppni framhaldsskólanna og standa sig sérlega vel. Einkum var til þess tekið hversu opinn og skemmtilegur Tómas Geir var, hann leyndi hvergi tilfinningum sínum sem gátu sveiflast alveg í takti við það hvernig liðinu gekk.

Klárt mál að Kristján Loftsson kann ekki að meta neina tilfinningasemi í sínum herbúðum.visir/anton
Í kjölfarið og í virðingarskyni ávann hann sér viðurnefnið Tilfinninga-Tómas, þá ekki síst til aðgreiningar frá öðrum þeim sem bera nafnið Tómas og voru áberandi þá stundina, sem sagt þeim talninga-Tómasi og svo lækna-Tómasi.

En, sé að marka föður hans verður nú unnið í að gera Tómas að manni og fyrirliggjandi að tilfinningasemi er ekki eitthvað sem í hávegum er haft í herbúðum Kristjáns Loftssonar þegar hvalurinn er dreginn til hafnar og brytjaður niður.

Ekki náðist í Tómas við vinnslu þessarar fréttar.


Tengdar fréttir

#TilfinningaTómas trendaði á Twitter

Tómas Geir Howser Harðarson, einn liðsmanna Gettu betur-liðs Fjölbrautaskólans í Garðabæ, vakti athygli fyrr í kvöld líkt og endranær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×