Sport

Tileinkar unnustanum sigurinn

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Vigdís Matthíasdóttir ásamt Eyjólfi Þorsteinssyni og dóttur þeirra.
Vigdís Matthíasdóttir ásamt Eyjólfi Þorsteinssyni og dóttur þeirra. vísir/bjarni þór
„Þetta var alveg æðislegt. Rosalega skemmtilegt og ég er virkilega ánægð,“ segir Vigdís Matthíasdóttir sem hlaut gull í 100 metra skeiði á Landsmóti hestamanna sem fram fer á Gaddstaðaflötum á Hellu. Vigdís reið til sigurs á hestinum Veru frá Þórodsstöðum og runnu þær skeiðið á 7,36 sekúndum.

Baráttan var ansi hörð og spennan mikil þegar úrslit voru kveðin upp, því Sigurbjörn Bárðarson á Andra frá Lynghaga fóru skeiðið á sama tíma. Vigdís og Vera voru þó með betri annan sprett og var sigurinn því þeirra.

„Ég vil samt tileinka unnusta mínum, Eyjó, sigurinn. Ég er búin að vera í barneignarfríi núna og ekki mikinn tíma haft þannig að hann er alveg búinn að sjá um þetta. Hann þjálfar í klukkustund á dag og fer mikið í þolreiðtúra. Eiginlega það eina sem ég þurfti að gera var að hoppa á bak.“

Úrslit í 100 metra skeiði

1.    Vigdís Matthíasdóttir á Veru frá Þóroddsstöðum 7,36

2.    Sigurbjörn Bárðarson á Andra frá Lynghaga 7,36

3.    Bjarni Bjarnason á Heru frá Þóroddsstöðum 7,59

4.    Sigvaldi Lárus Guðmundsson á Sóldögg frá Skógskoti 7, 64

5.    Teitur Árnason á Jökli frá Efri-Rauðalæk 7,65

Vigdís kemur úr einni öflugustu hestamannafjölskyldu landsins.vísir/bjarni þór

Tengdar fréttir

Landsmótið sett í blíðskaparveðri

Þrátt fyrir að veður hafi sett töluvert strik í reikninginn síðastliðna daga hafa landsmótsgestir ekki látið það mikið á sig fá og hefur það verið nokkuð vel sótt.

Heimsmet á Hellu

Heldur betur hefur ræst úr veðri á Gaddstaðaflötum á Hellu og sólin farin að skína á gesti landsmóts hestamanna.

Segir hugarfar hestamanna byggjast á afneitun

Tungubogar, sem sagðir eru stríða gegn dýravelferðarlögum, eru enn í notkun meðal hestamanna. Hestafræðingur sakar hestamenn um að neita að horfast í augu við staðreyndir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×