Viðskipti innlent

Tilefni til að kanna málin til hlítar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Benedikt Jóhannesson
Benedikt Jóhannesson Vísir/Ernir
„Skýrslan gefur fullt tilefni til að skoða til hlítar hvernig aðkomu sjóðanna er háttað. Sagan kennir okkur að við verðum að vera varkár í þessum efnum,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra aðspurður hvort hann telji að sambærileg flétta sé upp á teningnum varðandi kaup sjóða á tæplega þrjátíu prósenta hlut í Arion banka.

„Það liggur fyrir að blekkingum var vísvitandi beitt gagnvart stjórnvöldum og almenningi. Eftirlitsstofnanir könnuðu ekki til hlítar hvernig aðkomu aðilanna var háttað,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Hún segir að niðurstaða nefndarinnar sýni mikilvægi þess að lokið verði við heildarrannsókn á þessum málum líkt og samþykkt var af þinginu árið 2012. Þar vísar Katrín meðal annars til hvernig staðið var að sölunni á Landsbankanum.

„Það er einnig mikilvægt að kanna hvort breytingar sem gerðar hafa verið á lögum gefi eftirlitsstofnunum heimildir til að kanna síðari viðskipti til hlítar,“ bætir hún við.

„Fyrstu viðbrögð eru gleði og kæti yfir því að það sem ég hef sagt, og verið hæddur og smáður fyrir, reyndist satt og rétt,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Skýrsla rann­sóknar­nefndar Alþingis verður til umræðu á þingfundi í dag. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×