Viðskipti erlent

Tilbúinn að skipta á húsinu sínu fyrir iPhone 6

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Húsið er illa farið, eins og sjá má á þessum myndum og í sjónvarpsfréttinni hér að neðan.
Húsið er illa farið, eins og sjá má á þessum myndum og í sjónvarpsfréttinni hér að neðan.
Maður sem á hús í borginni Detroit í Bandaríkjunum hefur heldur betur lækkað verðið á húsinu sínu. Hann er tilbúinn að skipta á því og nýjasta símanum frá Apple, iPhone 6.

Húsið verður reyndar seint talið glæsilegt og er í hverfi þar sem ansi mörg önnur hús eru í niðurníðslu. Húsið er í austurhluta borgarinnar. Húsið hefur verið lengi á sölu. Upphaflega vildi eigandinn fá fimm þúsund Bandaríkjadali fyrir húsið, eða rétt rúmlega sex hundruð þúsund krónur. Hann lækkaði verðið á húsinu svo niður í um 360 þúsund krónur. Þrátt fyrir það hefur enginn kaupandi fundist.

Eigandinn hefur nú fyrirskipað fasteignasalanum sínum að breyta verðinu á húsinu aftur; úr 360 þúsund krónum í iPhone 6 Plus eða 32 gb iPad. Meira að segja gæti hann verið tilbúinn að „sætta sig við“ hina hefðbundnu útÞó er einn hængur á: Sá sem kaupir húsið þarf að greiða um 720 þúsund krónur í vangoldin fasteignagjöld og skatta.

Málið varpar einhverskonar ljósi á þá fjárhagsörðugleika sem margir íbúar Detroit – og borgarsjóður – standa frammi fyrir. Maðurinn sem á húsið er með það á svona góðu tilboði, því borgaryfirvöld hafa hótað að setja húsið á nauðungarsölu innan árs.

Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt Fox News um málið, þar sem meðal annars er rætt við íbúa í nágrenninu sem velta því fyrir sér hvort þeir eigi að leggja fram tilboð í húsið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×