Innlent

Tíkin Tinna er öll

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Hundurinn Tinna er öll.
Hundurinn Tinna er öll.
Hundurinn Tinna, sem týndist þann 29. desember síðastliðin er fundin, en hún fannst dauð við smábátahöfnina í Keflavík, að því er virðist af mannavöldum. Ágúst Ævar Guðbjörnsson, annar eiganda Tinnu, tilkynnti þetta á Facebook hópi sem tileinkaður var leitinni. Umfangsmikil leit hefur farið fram vegna málsins og höfðu eigendur meðal annars boðið 200 þúsund krónur í fundarlaun.

Tinna var í pössun í Keflavík á meðan eigendur hennar voru í útlöndum en henni hafði verið útvegað pössun í gegnum Facebook hópinn Hundasamfélagið, þar sem hundaeigendur ræða ýmis málefni tengd dýrunum.

Eigendur Tinnu, þau Ágúst og Andrea Björnsdóttir hafa lagt nótt við nýtan dag til leitar að hundinum.

Sjá einnig: Hundurinn Tinna týnd í fjóra daga: Eigandinn býður 200 þúsund krónur í fundarlaun

„Nú í dag fannst Tinna okkar því miður látin við smábátahöfnina í Keflavík. Þar hafði hún verið sett undir u.þ.b 10 kg grjót og er greinilegt að andlát hennar sé af mannavöldum,“ segir Ágúst sem bendir á að hundurinn hafi haft höfuðáverka sem að sögn dýralækna eru að öllum líkindum ekki eftir bíl.

Ágúst segir að þrátt fyrir að vera sorgmæddur og reiður, sé það léttir að Tinna hafi fundist. Hann tekur fram að hann sé þakklátur fyrir allan þann stuðning, samhug og aðstoð sem eigendum hundsins hafi verið veitt á meðan leit stóð.

„Frá okkar dýpstu hjartarótum þá þökkum við ykkur fyrir aðstoðina og hugulsemina sem þið hafið sýnt okkur í þessari leit. Ég get aldrei launað ykkur öllum þennan tíma með öðru en orðum sem eru: Þið eruð frábær!“

Vísir/Skjáskot

Tengdar fréttir

Eigendur Tinnu ekki tekið upp úr töskunum

Umfangsmikil leit hefur staðið yfir frá Reykjanesi að Hafnarfirði að hundinum Tinnu. Eigendur hennar lofa 300 þúsund króna fundarlaunum. Mikill fjöldi fólks hefur leitað. Eigendurnir hafa ekki mætt til vinnu frá því Tinna týndist.

Miðill kveðst hafa séð Tinnu nálægt álverinu

Tíkin Tinna hefur nú verið týnd í meira en viku og hefur formlegri leit verið hætt. Andrea Björnsdóttir, eigandi Tinnu, leitaði allan gærdag eftir vísbendingu úr óvæntri átt. Kona með ofnæmi fyrir hundum meðal þeirra sem hafa leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×