Erlent

Tígrisháfur réðst á sleggjuháf

Samúel Karl Ólason skrifar
Tígrisháfurinn er mun stærri en sleggjuháfurinn.
Tígrisháfurinn er mun stærri en sleggjuháfurinn.
Veiðimenn urðu á dögunum vitni af tígrisháfi ráðast á sleggjuháf við strendur Louisiana í Bandaríkjunum. Sleggjuháfurinn hafði bitið á færið hjá Ryan Willsea og var hann að draga hann upp þegar risastór tígrisháfur kom á vettvang.

Upphaflega stóð til að veiða túnfisk en svo virðist sem að Willsea hafi fengið mikið sjónarspil í staðinn.

Þegar sleggjuháfurinn var kominn nálægt yfirborðinu réðst tígrisháfurinn á hann og reif hann af línunni. Hann beit í hann miðjan og hristi til og frá. Svo virðist sem að tígrisháfurinn hafi svo fengið leið á hinum háfinum og synti rólega í burtu. Beint undir myndavél sem Willsea hafði stungið undir sjávarborðið. 

Í samtali við Daily Mail segir Willsea að þetta sé án efa það flottasta sem að hann hafi séð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×