Erlent

Tígrísdýr fannst í yfirgefnu húsi

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Tígrísdýrið var inni í búri. Myndin er af öðru tígrisdýri en því sem fannst í Mexíkó.
Tígrísdýrið var inni í búri. Myndin er af öðru tígrisdýri en því sem fannst í Mexíkó. Vísir/Getty
Tígrísdýr fannst í yfirgefnu húsi í suðvesturhluta Mexíkó fyrr í vikunni. Lögreglan í Chilapa var kölluð út að húsi sem enginn hafði búið í nokkuð lengi. Nágrannarnir heyrðu skringileg hljóð koma frá húsinu.

Í erlendum fjölmiðlum kemur fram að lögreglumönnum hafi brugðið mjög þegar þeir sáu tígrísdýrið inni í búri í húsinu. Fyrrum eigandi hússins neitar að eiga dýrið og lögreglumenn rannsaka nú hver hafi sett það í búrið og skilið það eftir

„Dýrið var ekki með vatn eða mat inni í búrinu. En við teljum að það hafi ekki verið skilið eftir lengi, því það er í nokkuð góðu ástandi. Búrið var alltof lítið fyrir svona stórt dýr. Þetta mál er ein stór ráðgáta eins og er,“ segir Leonidas Bueno Escamilla, talsmaður lögreglunnar.

Sá sem yfirgaf dýrið á yfir höfði sér háa sekt fyrir dýraníð. Auk þess gæti sá hinn sami fengið fangelsisdóm fyrir að skilja jafn hættulegt dýr eftir án þess að gæta öryggi annarra.

„Ef til dæmis barn hefði farið inn í húsið hefði það getað endað með ósköpum,“ bætir Escamilla við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×