Golf

Tiger Woods þakklátur þrátt fyrir erfitt ár

Tiger Woods ætlar sér að gera betri hluti á nýju ári.
Tiger Woods ætlar sér að gera betri hluti á nýju ári. AP
Þrátt fyrir að Tiger Woods hafi átt mjög erfitt ár á golfvellinum sem plagað var af meiðslum segist þessi fyrrum besti kylfingur heims til margra ára vera þakklátur með margt sem gerðist á árinu sem er að líða.

Þetta skrifar hann í pistli á heimasíðu sinni sem er nokkurskonar ársuppgjör en Woods segist vera mjög ánægður með samband sitt við skíðakonuna Lindsey Vonn, hversu stór börnin hans eru orðin og frænku sína, Cheyenne Woods, sem á dögunum tryggði sér þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni.

Woods endar pistilinn á því að segja að hann sé orðinn alveg frískur í líkamanum á ný eftir erfið bakmeiðsli og að honum hlakki til að komast aftur út á golfvöllinn á nýju ári án þess að vera með stöðugan sársauka í bakinu.

Pistilinn má sjá á heimasíðu Woods en á komandi dögum má búast við því að hann gefi út keppnisdagskrá sína fyrir næsta ár á PGA-mótaröðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×