Golf

Tiger stressaður fyrir endurkomunni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tiger á Ryder-keppninni í sumar.
Tiger á Ryder-keppninni í sumar. vísir/getty
Það eru liðnir 470 dagar síðan Tiger Woods tók síðast þátt í golfmóti. Á fimmtudag snýr hann aftur út á golfvöllinn.

Þá mun hann taka þátt í átján manna Hero World Challenge á Bahamas en það er mót sem er á vegum kylfingsins. Þar mun Tiger mæta sautján af bestu kylfingum heims.

Á þeim tíma sem Tiger hefur verið fjarverandi vegna meiðsla hefur hann hrunið niður í 879. sætið á heimslistanum.

„Ég er stressaður. Ég er reyndar alltaf stressaður fyrir mót. Ef mér er ekki sama þá verð ég stressaður. Ef ég hætti vera stressaður þá er mér orðið sama. Þá vil ég ekki spila lengur,“ sagði Tiger sem hefur náð að æfa vel fyrir endurkomuna.

Nike er hætt að framleiða golfvörur og Tiger verður því með Bridgestone-bolta en með sömu Nike-kylfurnar og hann notaði á síðasta ári. Hann mun svo nota Scotty Cameron-pútter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×