Golf

Tiger íhugar að þjálfa sjálfan sig

Tiger Woods léttur.
Tiger Woods léttur. vísir/getty
Tiger Woods rak sveifluþjálfara sinn á dögunum og hann er ekkert viss um að rétt sé að ráða nýjan.

„Ég er ekki búinn að taka neinar ákvarðanir. Það getur vel farið svo að ég geri þetta bara allt sjálfur. Ég útiloka ekkert en fyrst af öllu þarf ég að jafna mig á meiðslunum," sagði Tiger.

Hann rak Sean Foley á dögunum eftir fjögurra ára samstarf en þar áður var hann með Hank Haney í sex ár.

„Ég tel mig vita meira um mína sveiflu heldur en þeir. Þeir hafa aldrei spilað á risamóti og vita ekki hvernig manni líður, hversu þreyttar hendurnar verða og hvernig líkamanum líður."

Tiger er annars á ágætum batavegi eftir síðustu aðgerð á baki og hann ætlar að byrja að sveifla kylfu um næstu mánaðarmót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×