Innlent

Tíðar komur loðnuskipa

Svavar Hávarðsson skrifar
Norskir loðnabátar landa afla sínum fyrir austan.
Norskir loðnabátar landa afla sínum fyrir austan. Mynd/KSH
Fimm norskir loðnubátar lönduðu í Neskaupstað í lok síðustu viku og unnið var á vöktum í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar alla helgina.

Á heimasíðu Síldarvinnslunnar segir jafnframt að vinnslu afla sem barst fyrir helgina hafi lokið aðfaranótt mánudags, en ekkert lát er þó á komum norskra loðnuskipa til Neskaupstaðar og höfðu fimm skip tilkynnt komu sína í gær – með um 1.700 tonn. Vel gengur að vinna loðnuna í fiskiðjuverinu og er hráefnið ágætt, segir í fréttinni.

Polar Amaroq landaði ennfremur fullfermi af frosinni loðnu, 610 tonnum, í frystigeymslur Síldarvinnslunnar á laugardag en skipið hefur að undanförnu verið við loðnuleit ásamt skipum Hafrannsóknastofnunar auk þess leggja stund á veiðar.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×