Erlent

Þýskur táningur réttmætur eigandi gullstangar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gullstöngin sem stúlkan fann er hálft kíló að þyngd.
Gullstöngin sem stúlkan fann er hálft kíló að þyngd. Vísir/Getty
Sextán ára þýsk stelpa datt heldur betur í lukkupottinn þegar hún fann gullstöng í þýsku ölpunum síðastliðið haust. Hún skilaði gullstönginni, sem vó um hálft kíló, til lögregluyfirvalda.

Hálfu ári síðar hefur lögreglunni ekki tekist að hafa uppi á eiganda stangarinnar samkvæmt fréttaveitunni DPA sem Guardian vitnar í. Því er stelpan réttmætur eigandi stangarinnar sem metin er á um 20 þúsund dali eða tvær og hálfa milljón íslenskra króna.

Stelpan var í sumarfríi við Koenigsee vatnið í suðvesturhluta Þýskalands þegar hún fann stöngina á tveggja metra dýpi í vatninu. Ekki liggur fyrir hvernig stöngin hafnaði í vatninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×