Sport

Þýskur blaðamaður spurði Hrafnhildi bara út í íslenska fótboltalandsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir. Vísir/Anton
Hrafnhildur Lúthersdóttir fór ekki bara í viðtal hjá íslensku fjölmiðlamönnunum eftir að hún tyggði sér sæti í úrslitasundinu í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó.

Þýskur blaðamaður var í viðtalssalnum og stakk sér á milli fréttamanna Vísis og Morgunblaðsins. Hann var þó ekki að spyrja okkar konu mikið um sundið sjálft heldur vakti athygli hans góður árangur íþróttafólks frá Íslandi.

„Hann var þýskur og var að spyrja um karlalandsliðið í fótbolta," sagði Hrafnhildur aðspurð um þetta óvenjulega viðtal

„Hann var að spyrja mig um hvort að það væri góð hvatning fyrir hitt íþróttafólkið á Íslandi að sjá fótboltalandsliðið gera svona góða hluti," sagði Hrafnhildur en íslenska fótboltalandsliðið stal seinunni í heimsfótboltanunm í sumar með því að komast alla leið í átta liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti.

„Hann sagði það við mig áður en hann byrjaði viðtalið að hann væri með svolítið skrýtnatr spurningar fyrir sundmann. Það var bara gaman af því," sagði Hrafnhildur létt og hún gaf þar af sér í viðtölum eins og hún gerir alltaf.

„Ég sagði það að það væri gaman að koma frá svona litlu landi og það eru allir að tala við mann um þetta. Það er líka verið að tala um það við okkur hvað Ísland er að standa sig vel í íþróttum," sagði Hrafnhildur.

Hrafnhildur Lúthersdóttir syndir í úrslitum í 100 metra bringusundi klukkan 22.54 í kvöld eða klukkan 1.54 að íslenskum tíma.


Tengdar fréttir

Betra að vera með báða olnbogana

Sundkonurnar Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir hafa verið duglegar við að skrifa nýja kafla í sundsögu Íslands á síðustu tólf mánuðum og nýjasti kaflinn gæti bæst við á Ólympíuleikunum í Ríó. Þær voru einnig með í London fyrir fjórum árum.

Hrafnhildur komin í úrslit

Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu í úrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×