Enski boltinn

Þýskt 2. deildarlið vildi ekki fá Vardy

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Vardy fagnar einu af mörkum sínum í vetur.
Vardy fagnar einu af mörkum sínum í vetur. vísir/getty
Eins og flestum ætti að vera kunnugt um er saga framherja Leicester, Jamie Vardy, einstök og enn eru að koma fram skemmtilegar sögur um hann.

Nú hefur framkvæmdastjóri þýska 2. deildarliðsins Leipzig, Ralf Rangnick,  greint frá því að hann hafi hafnað því að fá Vardy til liðsins fyrir tveim árum því honum fannst Vardy vera of gamall.

Vardy er búinn að skora 22 mörk í 34 leikjum með Leicester í vetur og er ein af aðalástæðum þess að Leicester verður væntanlega enskur meistari. Þetta er aðeins annað ár Vardy í efstu deild en hann er 29 ára gamall.

Leipzig var á þessum tíma að elta Joe Gomez sem á endanum ákvað að fara til Liverpool.

„Við vorum að fljúga fram og til baka. Þá segir umboðsmaður við mig að það sé synd að ég sé aðeins að semja við leikmenn sem eru 24 ára og yngri. Hann sé með framherja sem henti mér frábærlega en sé 27 ára. Það var Jamie Vardy. Ég hafnaði honum því mér fannst hann vera of gamall,“ sagði Rangnick.

Vardy varð því áfram hjá Leicester og sagan hefur skrifað sig sjálf síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×