Erlent

Þýskri konu og barni hennar bjargað úr gíslingu í Sýrlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vígamenn Jabhat Fateh al-Sham í Sýrlandi.
Vígamenn Jabhat Fateh al-Sham í Sýrlandi. Vísir/AFP
Þýskri konu sem var rænt í Sýrlandi í fyrra hefur verið bjargað úr gíslingu. Hún var ólétt þegar henni var rænt og eignaðist hún barnið í Sýrlandi. Talsmaður utanríkisráðuneytis Þýskalands segir konuna og barnið við góða heilsu og að þau séu nú komin til Tyrklands og muni brátt ferðast til Þýskalands.

Yfirvöld þar hafa ekki gefið frekari upplýsingar, samkvæmt AFP fréttaveitunni.

Þýskir fjölmiðlar segja að konan sé blaðamaður sem hafi farið til Sýrlands til þess að ná frétt eftir að hún var í sambandi við frægan þýskan íslamista. Talið var að henni hefði verið rænt af Nusra Front, deildar al-Qaeda í Sýrlandi sem nú kallast Jabhat Fateh al-Sham. Beðið var um fimm milljóna evra lausnargjald (Rúmar 600 milljónir króna).

Fateh al-Sham segjast hins vegar ekki hafa rænt konunni. Þess í stað hafi þeir bjargað henni úr haldi mannræningjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×