Fótbolti

Þýskaland klúðraði víti og Bandaríkin í úrslit

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Bandaríkin komust í nótt í úrslitaleik heimsmeistarakeppni kvenna í fótbolta í fjórða sinn þegar liðið bar sigurorð af Evrópumeisturum Þýskalands, 2-0.

Þýskaland fékk tækifæri til að komast yfir eftir klukkutíma þegar liðið fékk vítaspyrnu, en markahrókurinn Célia Sasic skaut framhjá.

Alex Morgan, skærasta stjarna bandaríska liðsins, fiskaði svo vítaspyrnu tíu mínútum síðar og úr henni skoraði Carli Lloyd, 1-0, á 69. mínútu.

Bandaríkin gulltryggðu svo sigurinn með fallegu marki á 84. mínútu, en Kelley O'Hara batt þá endahnútinn á glæsilega sókn bandaríska liðsins. Loaktölur, 2-0.

Bandaríkin unnu HM síðast 1999 en þau töpuðu í úrslitum gegn Japan fyrir fjórum árum. Japan og England mætast einmitt í seinni undanúrslitaleiknum í kvöld.

Hér að ofan má sjá það helsta úr leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×