Innlent

Þyrluæfing Landhelgisgæslunnar vekur athygli

Jakob Bjarnar skrifar
Margir sem staddir voru við Reykjavíkurhöfn veltu því fyrir sér hvað væri eiginlega í gangi en menn sigu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í skemmtiferðaskip.
Margir sem staddir voru við Reykjavíkurhöfn veltu því fyrir sér hvað væri eiginlega í gangi en menn sigu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í skemmtiferðaskip.
Ýmsir sem áttu voru staddir í miðborginni um og uppúr hádegi veltu því fyrir sér hvað væri í gangi við höfnina hvar þyrla Landhelgisgæslunnar sveimaði yfir skemmtiferðaskipi í Reykjavíkurhöfn. Menn sigu niður í skipið úr þyrlunni.

Að sögn Sveins Guðmarssonar upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar var um æfingu að ræða. Farþegaskip skulu halda æfingar í viku hverri og þarna var um það að ræða að æfð voru viðbrögð við eldsvoða og skipið yfirgefið.

„Æfingar einskorðast sannarlega ekki aðeins til þessa atriða en eitt sem ber að æfa eru viðbrögð við vá eins og sprengjuhótana eða ógna sem steðja að skipinu. Hér er norska farþegaskipið Fram í Reykjavíkurhöfn með æfingu í viðbrögðum við sprengjuhótun þar sem sprengjusveitarmenn Landhelgisgæslunnar sigu niður í skipið með búnað sinn. Leit stendur yfir um borð,“ segir á Facebooksíðu Slysavarnarskóla sjómanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×