Innlent

Þyrlan sótti sjúkling í svartaþoku

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá aðgerðum í Vestmannaeyjum
Frá aðgerðum í Vestmannaeyjum Heilbrigðisstofnunin Vestmannaeyjum.
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í hádeginu í gær beiðni frá Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum um aðstoð þyrlu vegna sjúklings sem þurfti nauðsynlega að komast upp á land í aðgerð. Vegna þoku og leiðindaveðurs var ekki unnt að senda sjúkraflugvél til Eyja.

Þyrlan TF-GNA fór í loftið klukkan 12.55. Skyggnið á Vestmannaeyjaflugvelli var svo lélegt að ákveðið var að lenda á Hamarsvegi, vestan við flugbrautina, á svonefndum Háaleitishamri. Þyrlan lenti þar klukkan 13.38

Stýrimaður og flugvirki fóru út og stöðvuðu umferð þar til starfsfólk Isavia kom á vettvang og lokaði veginum með slökkvibíl og flugbrautarbíl. Skömmu síðar kom sjúkrabíll með sjúklinginn. Eftir skoðun þyrlulæknis var sjúklingurinn var svo færður um borð í þyrluna.

TF-GNA lagði svo af stað frá Eyjum kl. 13.52 og lenti hún á Reykjavíkurflugvelli hálftíma síðar. Þar beið sjúkrabíll sem flutti sjúklinginn á Landspítalann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×