Innlent

Erlendur ferðamaður lenti í köfunarslysi við Silfru

Bjarki Ármannsson skrifar
Silfra og Davíðsgjá á Þingvöllum eru vinsælir staðir til að stunda köfun.
Silfra og Davíðsgjá á Þingvöllum eru vinsælir staðir til að stunda köfun. vísir/stefán
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á Þingvelli um tvöleytið í dag vegna slyss. Um er að ræða erlendan ferðamann um fertugt sem lenti í köfunarslysi við Silfru.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi missti maðurinn meðvitund við slysið en var kominn til meðvitundar þegar þyrlan mætti á vettvang. Svo heppilega vildi til að þyrlan var í loftinu þegar útkall barst frá lögreglu en hún hafði stutta viðkomu í Reykjavík til að sækja lækni.

Hinn slasaði hefur nú verið fluttur á slysadeild Landspítalans. Frekari upplýsingar um líðan hans liggja ekki fyrir að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×