Innlent

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti sjúkling að Silfru

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar.
TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar. Vísir/Vilhelm
Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð til klukkan 16 mínútur yfir 13 í dag vegna bráðaveikinda við Silfru í Þingvallavatni.

Talið er að erlendur ferðamaður hafi fengið hjartaáfall við Silfru og var hafin endurlífgun á staðnum.

Maðurinn var fluttur með þyrlu landhelgisgæslu á Landspítala. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi hafa ekki borist frekar upplýsingar um líðan mannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×